Hvað

Bókhalds- og skattaþjónusta fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. Baggamunur getur séð um allt frá reikningagerð, VSK- og launaskilum upp í ársreikninga- og framtalsgerð. Fyrir stærri fyrirtæki er í boði ráðgjöf og möguleikinn á því að ráða fjármálastjóra eða framkvæmdastjóra í lágt starfshlutfall til þess að sjá um rekstur. Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar.

Hvar

Baggamunur er á Flúðum í Hrunamannahreppi. Skrifstofan er staðsett á annarri hæð að Smiðjustíg 6 á Flúðum. Í húsinu er vélaverkstæði og gengið er inn á skammhlið hússins. Tíðar ferðir til Reykjavíkur og á Selfoss geta nýst til þess að koma gögnum á skrifstofuna. Heilt yfir er starfsmaður á skrifstofunni á milli 8:00 og 16:00 á virkum dögum en mælt er með því að hafa samband fyrirfram og festa niður tímasetningu.

Hver

Sigurjón Snær Jónsson – Viðskiptafræðingur | M.Acc. (Master of accounting)

Menntun:

2004 – Útskrift af viðskiptabraut Fjölbrautaskóla Suðurlands.

2010 – Útskrift úr Háskóla Íslands – B.Sc. gráða í viðskiptafræði af reikningsskilalínu.

2012 – Útskrift úr Háskóla Íslands – Master of accounting gráða.

Atvinna:

Frá fæðingu til dagsins í dag. – Sveitastörf á kúa- og sauðfjárbúi foreldra minna.

2004 – Sundlaugarvörður á Flúðum

2004 – 2005 – Gröfutækni - véla- og bílstjóri.

2005 – Ingvar Helgason bifreiðaumboð – Standsetning og bílstjóri.

2005 – B.M. Vallá – Steypu- og sementsbílstjóri á Reyðarfirði og í Kárahnjúkum.

2005 – 2006 – Suðurverk – Véla- og bílstjóri í Kárahnjúkum.

2006 – 2014 – Ernst & Young endurskoðunarstofa – Endurskoðun, uppgjör, skattaverkefni og fleira.

2014 – 2015 – Fjármálastjóri Bílalífs ehf.

Haust 2015 – Baggamunur verður til og einkarekstur hefst.

Félagsstarf:

2007 til dagsins í dag. - Formaður Akstursíþróttafélags Hreppakappa sem og einn af fjórum stofnfélögum

2015 – 2017 – Formaður Vélhjólaíþróttaklúbbsins (VÍK)

2016 – 2018 – Stjórnarmaður Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands Íslands (MSÍ)

Hversu mikið

Fyrsti fundur er frír. Þá er hægt að setjast niður og ræða rekstur og aðkomu Baggamuns að þínum rekstri hvort sem þú hyggst hefja rekstur eða færa þig yfir til Baggamuns. Þessi fundur er án allra skuldbindinga og er mælt með því að þú komir á fund ef þú ert með hugmynd sem þig langar að hrinda í framkvæmd.

Færsla á fylgiskjölum í bókhaldi – 9.000 kr. á tímann án VSK.

Allar aðrar vinnslur, uppgjör og skattafyrirspurnir – 12.500 kr. á tímann án VSK.

Stofnpappírar fyrirtækja – 25.000 kr. án VSK. Verð gæti þó breyst ef um flóknari aðstæður er að ræða.

Gagnlegar upplýsingar

Þarf ég löggiltan endurskoðanda? Það eru yfirgnæfandi líkur á því að þú þurfir ekki löggiltan endurskoðanda fyrir þinn rekstur. Ef rekstur þinn fer ekki fram úr tveimur af eftirfarandi stærðarmörkum tvö ár í röð og er ekki eining tengd almannahagsmunum (banki, tryggingafélag, lífeyrissjóður o.fl.) þarftu ekki löggiltan endurskoðanda til þess að skrifa upp á ársreikning félagsins. Heildareignir nema 200.000.000 kr. eða meira, starfsmenn eru 50 eða fleiri og hrein velta er 400.000.000 kr. eða meira. 98. gr. laga nr. 3 frá 2006. Í þessum tilfellum er nóg að vera með skoðunarmann félags sem gerir ársreikning og skattframtal félagsins og skilar inn til RSK. Hins vegar eru skilin á ábyrgð eiganda og stjórnenda og því er mikilvægt að hafa skoðunarmann sem hefur næga þekkingu og reynslu til þess að skila í samræmi við lög og reglur. Einnig þarf viðkomandi að geta ráðlagt eiganda á þann veg að lög og reglur séu virtar.


Er ársreikningur félagsins míns endurskoðaður? Að öllum líkindum ekki. Þó að löggiltur endurskoðandi skrifi upp á reikninginn er ekki þar með sagt að hann sé endurskoðaður. Til þess að taka af allan vafa er best að lesa skýrslur endurskoðanda í þeim ársreikningum sem gefnir hafa verið út. Endurskoðun er mun umsvifameira og flóknara ferli en hefðbundið uppgjör. Þá eru viðtöl vegna verkferla og ýmis úrtök tekin og prófuð.


Dagpeningar. Það er mjög algengt að eigendur og stjórnendur nýti sér skattalegar heimildir til dagpeninga til þess að fá greiðslur úr félögum sínum með minni skattbyrði. Reglum um dagpeninga hefur hins vegar verið breytt og má lesa eftirfarandi í skattmati: “Fái launamaður greidda dagpeninga frá lögaðila þar sem hann, maki hans, barn eða nákomnir ættingjar hafa ráðandi stöðu þurfa ætíð jafnframt að liggja fyrir reikningar um kostnað vegna ferðalaga í þágu launagreiðandans. Frádráttur getur aldrei numið hærri fjárhæð en þeim kostnaði nemur sem sannað er að sé ferðakostnaður í þágu launagreiðandans.” Það þýðir einfaldlega að fyrirtækið á að greiða fyrir ferðakostnað eigenda og stjórnenda í fyrirtæki. Frádráttur á dagpeningum skv. skattmati eiga ekki við um eigendur og stjórnendur.